torgils
áhugamaður um það sem vekur áhuga minn!


9.3.06  

Ég hef víst verið klukkaður og þarf því að svara eftirfarandi spurningum...

4 störf sem ég hef unnið við
- Íslandsferðir
- Samhentir Kassagerð
- Fosshótel Bifröst
- Flugfélag Íslands

4 myndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
- Pink Panther myndirnar
- Monty Python myndirnar
- Die Hard 1
- James Bond myndirnar

4 staðir sem ég hef búið á
- Ránargata
- Fiskakvísl
- Freyjugata
- Skomakargatan, Uppsala, Svíþjóð

4 sjónvarpsseríur sem mér líkar
- Buffy The Vampire Slayer
- Angel
- Firefly
- The OC

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Veckelstad, Svíþjóð
- Timmernabben, Svíþjóð
- Ibiza
- Majorca

4 síður sem ég heimsæki daglega
- Koptalk
- ESPN NBA
- mbl.is
- BBC Football

4 matarkyns sem ég held upp á
- Súkkulaði
- Epli
- Kók
- Hunang

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna
- London
- Úti á golfvelli að sumri til
- Á heitri sólarströnd
- Sofandi uppí rúmi

torgils | 01:15 |


6.3.06  

Jæja, það er ekki seinna vænna að fara koma með spánna fyrir óskarinn, enda ekki nema nokkrar mínútur til stefnu:

Besta Mynd:
Brokeback Mountain

Besti Leikstjóri:
Ang Lee - Brokeback Mountain

Besti Leikari:
Philip Seymour Hoffmann - Capote

Besta Leikkona:
Felicity Huffman - Transamerica

Besti Leikari í Aukahlutverki:
Paul Giamatti - Cinderella Man

Besta Leikkona í Aukahlutverki:
Michelle Williams - Brokeback Mountain

Besta Teiknimynd:
The Corpse Bride - Tim Burton

Svo verður maður að enda þetta með að segja áfram Ísland, og vona að Síðasti bærinn vinni í flokki stuttmynda.

torgils | 00:55 |


21.2.06  

jæja,

Nú eru vetrarólympíuleikarnir komnir á fullt skrið og af nógu er að taka. Ég hef einna helst verið að horfa á íshokký í sænska sjónvarpinu en einnig hef ég fylgst spenntur með gönguskíðakeppninni inni á milli, svo hef ég lúmskt gaman af því að horfa á krullu en hef samt ekki getað séð heilan leik með því ennþá, kannski maður gefi sér tíma þegar komið verður að úrslitunum. Annars er versta vandamálið hjá mér núna að mamma vill horfa á allan skautadansinn og þegar hann er í gangi þá er það frá 19-23 eða svona hér um bil, þannig að maður á ekki mikinn séns á að komast að þá.

Það er eitt sem ég hef rekið mig svoldið á þegar ég hef verið að fylgjast með þessum ólympíuleikum. Þar sem ég fylgist svoldið með sænsku keppendunum þá sé ég stundum viðtöl við þá um væntingar og frammistöðu þeirra og þegar maður ber þessi viðtöl saman við væntingar og frammistöðu íslensku keppendanna þá er stór munur þar á milli. Allir sænsku keppendurnir sem ég hef heyrt í koma þangað með því hugarfari að vinna til verðlauna, meðan íslensku keppendurnir virðast alltaf sætta sig við að vera í 20.sæti í besta lagi. Ef íþróttamenn okkar eru alltaf með svona hugarfar þá eigum við að sjálfsögðu ekki séns á að vinna til verðlauna í svona keppnum.

torgils | 22:39 |


8.2.06  

Jæja,

Í fyrramálið verður kynnt nýtt skipulag Íslandsferða, það verður spennandi að sjá hvernig það legst í mannskapinn enda er við því að búast að einhverjar breytinar verði gerðar, sérstaklega á fjölda sviðsstjóra. En það er ekki hægt að stressa sig of mikið yfir þessu, maður verður bara að taka þessum breytingum eins og öllum öðrum breytingum sem hafa skollið á okkur að undanförnu. Maður ætti eiginlega að vera löngu farinn að sofa...

torgils | 01:18 |


5.2.06  

jæja...

Nú er komin febrúar á nýju ári og ekki seinna vænna að koma sér í gang aftur á þessari síðu. Eins og glöggir lesendur sjá hef ég gefið henni nýjan einkennislit og svo er ég búinn að fara aðeins í gegnum linkana og taka til og bæta. Þannig að nú ætti leiðin bara að liggja upp á við. Ég vil benda lesendum sérstaklega á nýja síðu sem ég var að setja inn tgi wednesday þetta er úrvalssíða sem var að opna.

Annars er þetta nóg í bili hjá okkur, superbowl er í kvöld og ég er búinn að taka mér frí í vinnunni á morgun þannig ég kveð ykkur í bili.

torgils | 21:13 |


28.10.05  

Deja vu...

Nú sit ég aftur hér einn í vinnunni að reyna sinna minni vinnu þegar mér verður allt í einu litið upp og sé mér til undrunar að maður er skilinn einn eftir í enn eitt skiptið í þessari viku. Ekki nóg með að þær fengu allar frí á mánudaginn þessar elskur til að berjast fyrir "rétti" sínum heldur þurfa þær nú líka að skilja mig einan eftir. Það er bara ég, útvarpið og vindurinn úti sem erum eftir.

Þetta var samt ansi huggulegt hér á mánudaginn þegar allar stelpurnar voru farnar og það voru bara ég og Tóti hér á jarðhæðinni og bossarnir 3 á efstu hæðinni. Síminn hringdi alveg 3 sinnum, þar af var ekkert símtal beint tengt vinnunni. Svo skrúfuðum við Tóti saman eitt borð í rólegheitum, bara svona til að gera eitthvað karlmannlegt á þessum degi. Til að toppa daginn fór ég svo í Bása og prófaði nýja hálfvitann minn, því ekki var séns að ég ætlaði að reyna koma mér í bæinn á sama tíma og 50.000 konur í "baráttuhug" voru að reyna komast úr bænum og viti menn það var meira að segja stelpa sem afgreiddi mig í Básum.

torgils | 16:34 |


25.10.05  

Ef maður kemur ekki frá sér a.m.k. einni uppfærslu á mánuði þá gæti fólk farið að halda að maður sé bara hættur þessu. Þannig að ætli það sé ekki kominn tími til að uppfæra ykkur aðeins á stöðu mála, ef það er þá einhver sem les þetta ennþá.

Látum okkur nú sjá. Ég átti afmæli um daginn og fékk þennan svakalega flotta Ping pútter í afmælisgjöf en ég ákvað að skipta honum uppí Callaway hálfvita, ég held hann muni nýtast mér betur í Básum í vetur, ég hefði hvort sem er ekkert getað notað pútterinn fyrr en næsta vor. Kannski ef maður er duglegur að æfa sig í vetur þá verður maður orðinn flottur næsta sumar.

Það er búið að vera svaka fjör í vinnunni allt þetta ár, varla gefist tími til að setjast niður til að hugsa en það er aðeins farið að róast hjá okkur núna jafnvel þó ég hafi farið úr háönn í hópadeild í sumar yfir í háönn í framleiðsludeild núna í haust. Mér líkar bara vel í nýrri deild, enda er það ágætt að vera laus við mest öll bein samskipti við kröfuharða viðskiptavini sem skilja ekki sterka stöðu krónunar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. En þetta er skemmtileg deild sem ég er kominn í og það er það sem skiptir höfuðmáli.

Annars er bara lítið að frétta af manni þessa dagana.

Over and out, ég vona bara að mér takist að koma næsta bloggi frá mér án þess að það þurfi að líða svona langt á milli, jafnvel þó það skipti örugglega ekki miklu máli þar sem flestir þeirra sem lásu þetta hjá mér eru örugglega löngu hættir að kíkja við hjá mér.

BTW til hamingju með bílinn og húsið Bragi.

torgils | 23:50 |


10.9.05  

Hvort er líklegri ástæða fyrir fellibylnum í Bandaríkjunum?

Religious groups link Hurricane to gay event

An organisation of Christian fundamentalists claims the destruction brought on by Hurricane Katrina is God's judgment against New Orleans for holding festivals like the annual gay Southern Decadence party.
"Although the loss of lives is deeply saddening, this act of God destroyed a wicked city," said Repent America director Michael Marcavage on the organisation's Web site.
"From 'Girls Gone Wild' to 'Southern Decadence,' New Orleans was a city that had its doors wide open to the public celebration of sin. May it never be the same."
Southern Decadence, which was scheduled for the country’s Labour Day weekend, has since been cancelled.
The comments from Repent America come as New Orleans Mayor Ray Nagin noted Katrina probably killed thousands of people in the Crescent City.
"Let us pray for those ravaged by this disaster," Marcavage said. "However, we must not forget that the citizens of New Orleans tolerated and welcomed the wickedness in their city for so long."
Repent America's Web site noted New Orleans' past three mayors issued official proclamations welcoming visitors to Southern Decadence. The Web site also noted the "New Orleans City Council made other proclamations recognising the annual homosexual celebration."
"May this act of God cause us all to think about what we tolerate in our city limits, and bring us trembling before the throne of Almighty God," Marcavage concluded, adding a biblical citation from Matthew 5:45: "[God] sendeth rain on the just and on the unjust."
The Rev Dr Cindi Love, executive director of the Metropolitan Community Churches (MCC), quoted back from the Bible. "Jeremiah 29 says, 'I have good plans for you, not plans to hurt you. I will give you hope and a good future.' We rest on these promises."
"I feel sad that anyone is taking advantage of the suffering of people when they are so vulnerable," "So, I am praying for our brothers and sisters who are blaming gays and lesbians for this disastrous hurricane.”
“I ask them to use their energy to pray for those afflicted and to take the resources being used to attack gays and lesbians and use them to provide relief. There are far more 'straight' people, including children, suffering in this incident than gay people. I don't believe God punishes any of us with natural disasters, and I believe that God is with us in this one all the way through."
Love added that the MCC was organising a relief effort.
"The scripture that comes to my mind is 'Jesus wept,'" said the Rev Susan Russell, president of Integrity, an LGBT Episcopal group.
"Jesus weeps today for the loss of life in New Orleans and he weeps that his gospel is being hijacked by the rabid rhetoric of the religious right -- that is in its own way as destructive to our national fabric as Hurricane Katrina has been."
"What needs to happen is people of all backgrounds need to unite and focus instead on helping bring supplies to the people in need," Russell said. "Hurricane Katrina did not discriminate in its path of destruction, and neither does God's love."


POCATELLO, Idaho (Wireless Flash) – Here’s a theory that’s sure to cause a storm of controversy: A meteorologist in Pocatello, Idaho, claims Japanese gangsters known as the Yakuza caused Hurricane Katrina.Scott Stevens says after looking at NASA satellite photos of the hurricane, he’s is convinced it was caused by electromagnetic generators from ground-based microwave transmitters.The generators emit a soundwave between three and 30 megahertz and Stevens claims the Russians invented the storm-creating technology back in 1976 and sold it to others in the late 1980s.Stevens says the clouds formed by the generators are different than normal clouds and are able to appear out of nowhere and says Katrina had many rotation points that are unusual for hurricanes.At least ten nations and organizations possess the technology but Stevens suspects the Japanese Yakuza created Katrina in order to make a fortune in the futures market and to get even with the U.S. for the 1945 bombing of Hiroshima.

torgils | 18:57 |


25.7.05  

Flags of Our Fathers

Jæja gott fólk, nú er ég á leiðinni að verða kvikmyndastjarna. Það var hringt í mig áðan frá Eskimo Models þar sem þau voru í umboðið Clint Eastwood að hringja í mig og bjóða mér hlutverk í myndinni hans Flags of Our Fathers sem tekin verður upp hér á landi að hluta til nú í ágústmánuði. Ég geri því ráð fyrir að vera vera lítið við í ágústmánuði meðan tökur standa yfir.

Ætli næsta mál á dagskrá hjá mér verði svo ekki að flytja til Hollywood þar sem ég er greinilega að fara meika það í hinum stóra heimi kvikmyndanna. Ég vil samt biðja vini mína að örvætna ekki því ég lofa að gleyma þeim ekki þegar ég verð orðinn heimsfrægur og þið lesið um mig reglulega á síðum slúðurblaðanna.

torgils | 13:21 |


19.7.05  

Svakalega á maður góða vini...

2 þeirra voru að hringja í mig til að tilkynna mér það að þeir nenntu ekki að bíða eftir manni í 2 tíma, heldur fóru þeir bara strax klukkan 15 í golf. Á meðan er ég bara að kafna hér í gufubaði í vinnunni. Þannig að eina golfið sem ég kemst í í dag verður annað hvort Básar eða PS2.

torgils | 15:51 |


26.6.05  

Jæja, gott fólk...

Ég er kominn aftur eftir smá fráveru (leti). Nú þegar sumarið er byrjað hefur maður ekki gefið sér mikinn tíma til að vera í þessu bloggi, aðrir hlutir hafa verið tímafrekir svo maður hefur kannski ekki synnt ykkur örfáu lesendum sem skildi. En ætli það sé ekki bara best að byrja á byrjunni og leiða ykkur í gegnum það sem á daga mína hefur drifið.

Síðustu vikunna í maí gerði ég fátt annað en að svífa á drauma skýi efir frækinn sigur minna manna og mér stekkur ennþá bros á vör þegar ég hugsa aftur til þessa leiks. En þar sem ég veit að þið fáu sem lesið þetta hafið kannski ekki nógu mikinn áhuga á Liverpool FC þá stekk ég bara yfir þann kafla.

2. júní kom hún Jennie frænka mín frá Svíþjóð til okkar, hún ætlar að búa hjá okkur í sumar og við náðum að redda henni vinnu á Hótel Klöpp, þar sem þau sem standa fyrir þessu öllu hjá Nordjobb voru ekki alveg nógu dugleg að redda þessu öllu þannig að mamma tók málin í sínar hendur og reddaði bróðurdóttur sinni vinnu og húsnæði. Þannig að maður hefur verið aðeins í því að sýna henni hitt og þetta, þannig að það passaði vel að ég fór í 2. vikna sumarfrí á sama tíma og hún kom, þannig að ég náði að fara aðeins yfir það með henni hvernig hlutirnir virka hér á landi. Það er auðvitað svaka munur fyrir svona sveitastelpu að vera kominn til stærstu minnst höfðuborgar í heimi.

Annars nýtti ég fríið mitt mjög vel þegar frænka litla var í vinnunni en það er einkum tvennt sem stendur upp úr í þessu fríi mínu. Golf og bíll.

Golf
Við félagarnir ákváðum loksins í vor að við værum komnir með golfbakteríuna þannig að við skunduðum í Hole in One og fjárfestum í sitthvoru byrjenda settinu, það sem gerði útslagið með kylfuval var einkum að við fengum kylfur sem fyrirgefa, enda held ég að við þurfum töluvert á því að halda núna meðan við erum að stíga fyrstu skrefin í þessu sporti. Svo um leið og sumarfríið byrjaði þá var líka þetta svakalega góða veður þannig að það var engin afsökun fyrir því að ekki fara og spila golf, jafnvel þó það gengi ekki alltaf sem skildi. Svo nú erum við búnir að prófa flesta 9 holu golfvelli í nágrenni Reykjavíkur m.a. í Mosfellssveit, Vogum í Vatnsleysuströnd, Hveragerði og Selfoss. Ekki skemmdi það heldur fyrir að sumarfríið hans Guðna rann saman við mitt um eina viku og þá vikuna var sól blíðviðri, flesta ef ekki alla dagana svo við vorum duglegir að spila þá.

Bíll
Ég lét loksins verða af því eftir öll þessi ár með bílpróf að kaupa mér bíl, ég var nokkurn veginn búinn að ákveða hvað ég ætlaði að fá mér áður en ég fór í sumarfrí og fór að prufukeyra nokkra notaða svoleiðis bíla strax og sumarfríið byrjaði og fór að bera saman verð og svoleiðis. En svo fór ég bara svona til gamans að skoða hvað nýr bíll af sömu gerð kostaði þar sem ég sá að munurinn á 3ja ára gömlum bíl sem ekki var 60þús km var svo lítill að ég ákvað bara að fjárfesta í nýjum fyrst ég var að þessu á annað borð. Svo nú er ég kominn á svarta VW Boru sem ég ek nú í um allan bæ. Þið verðið endilega að hafa samband ef ykkur langar í bíltúr í nýja bílnum, en ég vara ykkur við að það eru ágætis líkur á ég sé í golfi ef veður leyfir svo ef þið eruð tilbúinn að taka einn hring með mér þá skemmir það ekki fyrir.

En nú er ég byrjaður að vinna aftur og ég fór meira að segja upp á jökul núna á laugardaginn í helli dembu með hóp af grikkjum sem létu það ekkert aftra sér frá því að fara á vélsleða, en það sást annsi skemmtilega á þeim þegar þau komu aftur þar sem það var eins og þau hefðu ölll migið í sig því gallarnir sem þau lánuðu láku allir smá í klofinu. En það var samt einn sem slasaðist uppi á jökli, hann ákvað nefnilega að fara ekki á vélsleða vegna veðursins og skrapp því aðeins út í bíl á meðan til að sækja eitthvað þar sem hann flaug á hausinn og krambúleraði sig allan, en sem betur fer var að ekkert alvarlegt. Svo á sunnudag fór í hvalaskoðun með hópinn minn, þetta var í fyrsta skiptið sem ég fer í svona ferð, og ég verð nú að segja það að það er töluverður árangur hvað það telst að selja margar ferðir í þetta því það vakti ekkert sérstaklega mikla hrifningu hjá mér að sjá einhverja smáhvali af 10-50 metra færi sýna sig í 2-5 sekúndur og svo birtast aftur eftir nokkrar mínútur einhversstaðar annarsstaðar. En fyrst þetta er svona vinsælt hjá þessum túristum þá ætla ég ekkert aða vera að kvarta.

torgils | 23:49 |


26.5.05  

EVRÓPUMEISTARAR

Þvílíkt kvöld, þvílíkur leikur. Maður hefur bara sjaldan séð annað eins. Í hálfleik þegar staðan var 3-0 fyrir AC Milan þá var maður farinn að örvænta og halda að þeir myndu bara ganga á lagið í seinni hálfleik og maður var helst að vonast til að við myndum ná að setja 1-2 mörk til að halda heiðri okkar.

En mínir menn höfðu aðrar skoðanir og á þessum 6 mínútu kafla í seinni hálfleik þá komu þeir bara með eitthverja ótrúlegustu endurkomu sem heyrst hefur um í sögu Evrópukeppninar. Að vinna svona leik eftir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik er auðvitað bara kraftaverk. Svo var maður búinn að samþykkja að Milan myndu rústa okkur í vítakeppninni en þar kom annað á daginn líka þar sem Dudek sýndi gamla Grobbelar takta þar sem hann beitt sálfræðitryllingi á Ítalina rétt Róm '84

Nú er maður bara á draumaskýi og maður sér ekkert fram á að koma niður af því næstu daga. Næsta mál á dagskrá er að mæta í Liverpool treyjunni minni í vinnuna á morgun.

torgils | 01:11 |


25.5.05  

Jæja, það styttist óðfluga í leikinn í kvöld. Ég hef varla getað unnið í dag vegna tíðra heimsókna minna á Liverpool spjallsíður og fótboltafréttasíður. Svo síðan klukkan 15 í dag þá hef ég verið með ipodinn minn í öðru eyranu og hlustað á hinar og þessar útgáfur af You'll Never Walk Alone laginu sem er nú þjóðsöngur okkur poolara (Ég á ekki nema um 64 útgáfur af þessu)

Svo er bara að mæta á Chefs eftir vinnu, helst eins snemma og maður getur til að fá gott sæti og njóta svo leiksins.

Muna svo bara Áfram Liverpool

YNWA

torgils | 16:38 |


8.5.05  

heimtur úr helju...

jæja, ég lifði af þennan flensu faraldur sem réðist á mig í síðustu viku og gerði mig rúmliggjandi fimmtudag og föstudag. Svo missti ég líka af 2 partíum á föstudaginn, grillpartý með vinnufélögunum og afmælisveislu Halla sem er með mér í fótbolta (til hamingju með afmælið Halli). Skemmtileg tilviljun að komast að því að einn kallanna sem hafa verið að spila með manni fótbolta í sumar hafi verið kennarinn minn í háskólanum og að maður hafi ekki áttað sig á því fyrr en ég frétti að konan hans hafi verið tölvukennarinn minn í verzló, og þetta tengdi ég bara saman eftir að hafa verið að ræða við hann Braids, seint á laugardagskvöldi þar sem manni var lauslega gerð grein fyrir hvað fór fram.

torgils | 14:04 |


4.5.05  

Liverpool eru komnir í úrslit meistaradeildarinnar...

Hver hefði trúað þessu miðað við hvernig tímabilið er búið að vera hingað til, en það skiptir ekki máli. Mínum mönnum tókst að yfirstíga Leverkursen, Juventus og Chelsea á leið sinni í úrslitaleikinn í Istanbul þar sem allt getur gerst. Jafvel þó flestir spekingar hafi spáð Chelsea sigri þá vorum við Liverpool menn ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, enda eru þeir ófáir sem hafa haft trölla trú á Liverpool. Ég veit t.d. um Leedsara sem græddi 2 kassa af bjór af poolara á því að veðja á að Liverpool myndi vinna, svo hef ég verið nokkuð viss um þessi úrslit allt frá því við tryggðum okkur sæti í undanúrslitunum með því að leggja Juve að velli, þráhyggja mín um þennan leik hefur verið svo svakaleg að ég dreymdi í nótt að Liverpool myndi vinna og viti menn það gekk eftir, jafnvel þó úrlslitin sem ég dreymdi hafi ekki alveg verið þau sömu þá unnu mínir menn engu að síður, þannig að ekki kvarta ég.

En það verður skemmtilegast að mæta í vinnuna á morgun þar sem allar stelpurnar (sem hafa ekkert vit á fótbolta) halda undantekningalaust með Chelsea bara vegna þess að mamma hans Eiðs vann einu sinni á þessum vinnustað. Við sjáum til í fyrramálið hversu langt ég mun ganga til að leggja áherslu á sigurinn.

torgils | 00:08 |


16.4.05  

Eins og margir vinir mínir vita þá er Logi Bergmann Eiðsson nýorðinn nágranni minn svo maður hefur aðeins getað njósað um hann og Svanhildi upp á síðkastið og séð hvað fræga fólkið hefur fyrir stafni. En svo í gær gafst frábært tækifæri fyrir mig, ég sá nefnilega að það voru ljós á bílnum hans Loga og var svo heppinn að hann stóð þarna úti á götu við íbúðina sína að spjalla við einhvern kall, svo ég greip tækifærið og kallaði yfir götuna "Afsakið Logi! Átt þú ekki gráa Porche'inn sem lagt er uppi í götunni?" Logi: "Jú" Ég: "Ég tók nefnilega eftir því að ljósin eru í gangi á bílnum hjá þér!" Logi: Ha, já, takk fyrir" og svo hljóp hann inn og sótt bíl lyklana og fór og slökkti ljósin. Og ég fór bara inn til mín.

torgils | 16:11 |


15.4.05  

Í dag eru 16 ár frá Hillsborough slysinu sem varð 96 áhagendum Liverpool til bana vegna troðnings á vellinum.

RIP 96 YNWA

torgils | 11:55 |


13.4.05  

YESSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS!!!

Liverpooll eru komnir í undanúrslit í meistaradeildinni í fótbolta eftir að hafa sigrað Juventus samanlagt 2-1 í viðureignum liðanna. Nú gefst loks tækifæri til að hefna sín á þessum töpum gegn Chelski á leiktíðinni. Þegar við erum komnir með menn eins og Alonso og Cisse aftur á fullt skrið þá er ég fullviss um að við getum yfirstigið þessa hindrun á leið okkar í úrslitaleikinn í Istanbul.

Ps. ég held meira að segja að Guðni hafi samglaðst okkur Braga að leik lokum, en það hefur kannski eitthvað með það að gera hvað honum var lofað ef Liverpool kæmust áfram.

torgils | 22:19 |


12.4.05  

wow maður... ég er búinn að upgrada upp í 153x203 mér hlakkar ekkert smá til að prófa herlegheitin!

torgils | 23:37 |


11.4.05  

Loksins...

Chicago Bulls eru loksins búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA, í fyrsta skipti síðan Michael Jordan hætti. Það virðist loksins vera að takast að byggja upp samkeppnishæft lið eftir öll þessi ár.

torgils | 01:01 |
velkomin
draupnir
folk
fotbolti
tonlist
sport
islenskir tenglar
erlendir tenglar
leikir
skjalasafn